Best að kynna sig hérna.

Hæ hæ mig hefur lengi langað til að blogga og nú hef ég loksins tekið stóra skrefið.  Mig langar að blogga hérna um mig og á öruglega eftir að blanda fjölskyldunni líka inn hérna. Ég er í sambúð með góðum manni og á 2 yndisleg börn. Ég er orðin 34 ára og hef verið að kljást við kvíðavesen í 7 ár. Ég veit að aðal örsökin fyrir honum er að ég er með svo gott geymslu hólf í hausnum sem ég hef bara fyllt með of mörgum erfiðum málum úr fortíðinni. Geymslan varð bara allt í einu full og þoldi bara ekki meira svo núna ætla ég að reyna að vinna úr þessu hérna með því að blogga. Þannig að hérna ætla ég að skrifa inn um allt og ekkert. Reyna að setja inn gamlar leiðinlegar minningar og öruglega góðar líka. Ég lenti í ömurlegu einelti mest allan grunnskólan og þar held ég að sé stóra ástæða fyrir því hve auðvelt ég á að gleyma erfiðum málum. Ég man voða lítið eftir skólanum og það sem ég man eru ekki góðar minningar. Ég held að ef ég skrifi allt það sem ég man þá mun ég eiga betur með að gera þetta upp. Ég get tekið allt þetta slæma og skrifað það hingað inn og vonandi sagt skilið við það. Ég ætla ekki að fara að ásaka neinn þetta er bara mín aðferð að gera út um erfið mál svo ef það er einhver sem tekur þetta til sín úr fortíðinni minni þá ekki vera hrædd ég veit að þið voruð bara börn og vonandi vitið þið betur í dag. Ég held að þetta sé orðið fínt í kvöld. Vonandi verður mér vel tekið hérna kveðja stina. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Velkomin í bloggheima. 

Jens Guð, 25.10.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Sigrún Óskars

velkomin,

flott samlíking hjá þér að segjast vera með góð geymsluhólf í hausnum

Sigrún Óskars, 26.10.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Frikkinn

Velkomin á bloggið... Kveðja

Frikkinn, 27.10.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband