Fyrsta minningin

Hæ hæ takk fyrir kveðjurnar til mín. Nú er best að halda áfram hérna svo maður gugni nú ekki á þessu. Mín fyrsta minning er sú að ég stend inni hjónaherbergi hjá mömmu og pabba. Ég er alveg að kafna úr öfund því að Addi bróðir hans pabba og Tobba konan hans eru ný komin í heimsókn til okkar og þau standa við rimlarúmið hans litla bróður míns sem er nýfæddur. Ég er ekki gömul þarna því ég horfi bara á fæturnar þeirra. Ég var ný orðin 18 mánaða þegar að Villi bróðir fæðist. Ótrulegt hvað maður getur munað sumt en annað ekki. Mér þótti svo vænt um Adda og Tobbu. Þau voru svona auka sett af ömmu og afa fyrir okkur systkinunum. Þau eru bæði dáin í dag og við söknum þeirra mikið. Ég veit ekki alveg svo hvað ég á að skrifa næst. Skóla gangan var mér rosalega erfið. Margt slæmt sem gekk á og aldrei kvartaði ég eða sagði neitt við neinn. Ég bara lét þetta allt yfir mig ganga og tók aldrei á móti eða gerði neitt. Jú reyndi eins og ég gat til að komast inn í hópinn. Það voru auðvitað ekki öll bekkjarsystkinin mín sem voru að stríða, meiða eða niðurlægja mig. En þau vou heldur ekki mörg sem léku við mig eða skiftu sér af mér í skólanum sjálfum. Það sem ég er mest sár út af eru kennararnir. Hvar voru þeir í öll þessi 7 ár og ég get sko alveg sagt ykkur það að þetta fór sko ekki fram hjá þeim en samt var ekkert gert fyrr en að ég hljóp út úr skólanum bara á stutterma bol og skilti allt eftir. Þetta var um miðjan vetur og svo kalt úti en ég fór ekki heim fyrr en um kl 6 eða 7 því að ég vissi að nú mundi þetta komast allt upp. Ég drattaðist loks heim og sagði frá öllu og ég hef sjaldan séð hann  pabba minn svona rosalega reiðan. Hann heimtaði það að ef að eitthvað yrði ekki gert þá mundi hann taka mig úr skólanum og kenna mér sjálfur.  Ég var 12 ára þarna og nátturlega allt of seint að ætla sér að fara að bætta þetta eitthvað þarna en það var hægt að gera síðustu árin þó mun skárri. Jæja ætla að taka smá pásu núna því hérna er lítil skotta sem vil fá athygli mömmu sinnar kveðja stina.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband